Lengri tími milli prófkjöra

Lengri tími milli prófkjöra

Lengri tími milli prófkjörsloka og kosningabaráttu, t.d. að prófkjöri ljúki 6 mánuðum fyrir kosningar, nema boðað sé til kosninga með skemmri fyrirvara

Points

Ég er ekki viss um að þetta sé raunsæ tillaga vegna stjórnmálalegs óstöðugleika á þessu landi.

Fyrir Alþingiskosningar finnst mér þetta mikilvægt að það sé svona ca. tímalína svo allir fulltrúar fá jafna kynningu á landsvísu. Hitt er svo að starfsfólk og frambjóðendur í prófkjöri þurfa að taka frá tíma og eiga orku í síðan sjálfa kosningabaráttuna. Þess vegna er líka mikilvægt að sú hleðsla eigi sér stað og líka að frambjópðendur kynnist öððrum frambjóðendum og starfsfólki, ekki síst kosningastjóra eða stjórn. Hafa má í huga ef að "stóru flokkarnir" eru langt á undan okkur eða eftir,1/2

ég er sammála því að það sé skynsamlegt að hafa lengri tíma, en mér finnst hálft ár fullmikið af því góða.

Tillaga starfshóps

Já, það gæti verið hlutverk "kjördæmisnefndar" sem nefnd er í öðrum tillögum hér á þessum vef að aðstoða og hvetja aðildarfélögin til að koma kosningavélinni af tímanlega stað.

Þetta er eitthvað sem aðildarfélögin ákveða, ekki neins konar miðstjórn.

2/2 þá nenna fjölmiðlar síður að fjalla um þetta. Sama á við ef að einstök kjördæmi eru á eftir eða fyrir. Gerðist t.d. síðast að eitt kjördæmi hjá okkur var seinast og fékk enga umfjöllun,hvorki frá okkur né fjölmiðlum því annar undirbúningur var farinn af stað.Það þarf líka ða hugsa þetta strategískt.

Þetta er góð hugmynd, en þetta á að vera og er á valdi aðildarfélaga í hverju kjördæmi og þau ráða þessu hvert fyrir sig.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information