Stefnumótunarferli lagt niður

Stefnumótunarferli lagt niður

0.Stefnumótunarferli verði lagt niður í núverandi mynd og eina samþykkta stefnan verði grunnstefnan. Félög og hópar innan Pírata sem og félagið í heild haldi þó áfram sínu málefnastarfi og samþykki ályktanir í kosningakerfinu sem kjörnir fulltrúar og aðrir geta haft að leiðarljósi í sínum störfum. 1. Frambjóðendur kynni sínar áherslur í túlkun grunnstefnunnar í prófkjöri og gefi þannig félagsfólki kost á að velja sinn fulltrúa í samræmi við þær.

Points

Já takk.

Æði, nú get ég látið allt vaða í nafni Pírata.

frh. 2. Frambjóðendur Pírata í hverju kjördæmi eða sveitarfélagi fyrir sig, eða í sameiningu, geta komið sínum kosningaáherslum á framfæri sem eins konar stefnuskrá. Þetta er tillaga úr smiðju á aðalfundi.

Ef upp kemur sú staða að tvö aðildarfélög eru með samþykkt markmið sem stangast á, verður að vera til apparat (formannanefnd, stjórnmálaráð eða álíka) sem getur útskýrt fyrir fjölmiðlum, kjósendum og öðrum hvernig málum er háttað og að það sé í lagi að hafa ólíkar samþykktir innan Pírata.

Gott mál að Píratar á landsvísu fylgi eingöngu grunnstefnu en að aðildarfélög setji sér málefni, markmið og stefnur, annaðhvort hvert fyrir sig eða í samvinnu sín á milli. Kosið verður um slík málefni í kosningakerfi hvers aðildarfélags/kjördæmisfélags.

Greinargerð. Í dag eru kjörnir fulltrúar eingöngu bundnir af eigin sannfæringu. Stefnumótunarferlið í dag er með þeim hætti að fáa einstaklinga þarf til að setja formlega stefnu fyrir alla hreyfinguna sem svo er ætlast til að kjörnir fulltrúar fylgi, jafnvel þótt þetta eigi sér stað eftir að þeir settust í embætti. Stefnur sem taka á umdeildum málum geta verið til þess fallnar að tvístra hópnum, sem annars ætti að geta sameinast um það sem samstaða er um.

Stefnumótunarferlið er ekki fullkomið en það hefur þann kost að geta virkjað fleira fólk til starfa og eflt þannig grasrót. Ég er tvístígandi í þessu máli en finnst ekki að við eigum að henda ferli sem hefur burði til að vera valdeflandi fyrir eiginlega ekki neitt (eins og ég sé það eftir að vísu mjög stutta umhugsun).

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information